Hver sá sem treystir Guði....

jamms, ég er búin að vera að stressast svolítið undanfarið, kreppan svolítið farin að ná í skottið á mér og það er ekki þæginlegt. Ég komst á þann punkt síðasta sunnudagsmorgun að ég var alveg að missa mig, langaði að grenja út af þessu öllu saman og sérstaklega slæmu fréttunum sem ég fékk á laugardagskvöldið. Þær náðu ekki að koma sér þægilega fyrir í kollinum á mér fyrr en ég vaknaði til að fá mér vatnsglas snemma á sunnudagsmorgun, og í staðin fyrir að sofna aftur værum svefni á frídeginum mínum þá lá ég andvaka uppí rúmmi með áhyggjur fljótandi um í höfðinu mínu.

Þegar ég var við það að fara að gráta kraup ég í bæn, ég bað Guð að hjálpa mér og bað á sama tíma einlæglega að hans vilji mundi verða og að ég mundi hafa styrkinn til að ganga í gegnum hvað sem koma skal, og meðan ég bað þá fann ég áhyggjurnar bara leka í burtu. Stundum gleymi ég að treysta Guði, það er svo auðvelt að gleyma því að maður er ekki einn, að ég á himneskan föður sem elskar mig og er tilbúinn að hjálpa mér og leiðbeina. Ég bað um leiðsögn og treysti því fullkomlega að ég mundi (og muni áfram) fá þá leiðsögn sem ég þarfnast. 

Ég fór svo í kirkju, ég veit ekki hvar ég væri ef ég færi ekki í kirkju á Sunnudögum, örugglega með allavega 10-15 fleirri grá hár á hausnum en ég er með núþegar og stóra bauga undir augunum af svefnleysi sem orsakast út af áhyggjum, í minnsta lagi. Í kirkju hélt ég áfram að finna fyrir þessari rólegu tilfinningu, að allt verður í lagi, að Guð veit hvað ég er að fara í gegnum og að hann gerir ekki grín að tilfinningum mínum og skilur mig ekki eftir eina á erfiðum tímum.

Á Líknarfélagsfundinum fékk ég svo bænarsvar, lexían var um "Raunir, Mótlæti og Þrengingar". Eins og þetta hafi verið planað fyrir mig. Sylvía kenndi, og deildi sögum og ritningaversum sem töluðu svo skírt til mín. Ég veit að ef ég treysti Guði, og lifi samkvæmt boðum hans, þá þarf ég ekkert að óttast, hann mun ekki endilega taka frá mér byrgðina, það væri mér ef til vill ekki fyrir bestu, en hann mun styrkja bak mitt svo að byrgðin verði léttari.

Ég er þakklát fyrir þann vitnisburð sem ég hef um Guð Föðurinn og son hans Jesú Krist, Frelsara minn og lausnara, ég er þakklát fyrir heilagan anda, huggarann. Ég er svo þakklát fyrir prestdæmið og þær blessanir sem það veitir í lífi mínu og fyrir lifandi spámann og postula, sem leiða kirkju Guðs hér á jörðu í dag og halda áfram að fá opinberanir á okkar tímum. Ég er þakklát fyrir bænina, að ég get átt perónuleg samskipti við Guð og að hann heyrir og svarar bænum. Ég er þakklát fyrir fordæmi Frelsarans og þjónustu hans, og þau tækifæri sem ég fæ til að þjóna öðrum, það er í þjónustu við aðra sem ég finn fyrir auknu þakklæti, elsku og gleymi mínum eigin vandamálum. Ég er þakklát fyrir ritningarnar og þá leiðsögn sem ég fæ úr þeim. 

Ég er með eftirfarandi skrifað á miða sem ég er með a áberandi stað, vegna þess að ég þarf á áminningum að halda: "He that handeleth a matter wisely, shall find good. And whoso trusteth in the Lord, happy is he."

Ég er hamingjusöm, jafnvel þegar er erfitt, ef ég treysti Guði þá get ég þrátt fyrir allt fundið fyrir sannri hamingju, sem peningar geta ekki keypt.... :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband