Biblían og Mormónsbók

Ég er svo þakklát fyrir þá leiðsögn sem Guð gefur, fyrir ritningarnar.

Var að lesa 1.korintubréf 15kapitula í Nýja Testamenntinu og síðan 2.Nefí 2kapitula í Mormónsbók. Rosalega fallegir kaflar um dauða og upprisu og hversu mikið við þörfnumst Frelsarans. Það er fyrir dauða Krists sem við rísum upp og getum fengið fyrirgefningu synda okkar, en við verðum líka að fylgja kristi... eins og stendur í Jakobsbréfi 2:17-18

Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin. En nú segir einhver : "Einn hefur trú, annar verk." sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.

Það er ekki nóg að segjast vera trúaður, fara svo í kirkju á páskum og jólum, og gera ekkert sem bendir til þess að þú fylgir Kristi þess á milli. Ef að Kristur dó fyrir þig, hvernig væri þá að þú lifðir fyrir Krist.

1. Korintubréf 15:33-34; 56-58

33. Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum. 34. Vaknið til fulls og hættið að syndga. Sum ykkar þekkja ekki Guð. Það segi ég ykkur til blygðunar.

56. En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. 57. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesú Krist! 58. Þess vegna, mín elskuðu systkin, verið staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins. Þið vitið að Drottinn lætur erfiði ykkar ekki verða til ónýtis.

og þá spyrja sig örugglega einhverjir hvernig er ætlast til þess að ég hætti ég að syndga? hvernig get ég þekkt Guð? hvernig get ég verið síauður/ur í verki Drottins?

það færi örugglega heil ritgerð í að svara bara þessum þremur spurningum, hvað þá um spurningar sem koma svo í framhaldið... þess vegna eru til trúboðar... til þess að svara spurningum og kenna fólki sem vill hlusta. þeir eru ekki hér til að þræta, rífast, þröngva trú uppá aðra, heldur bara eins og kristur og lærisveinar hans, eru þeir hér til þess að kenna og svara og leiðbeina þeim sem tilbúnir eru að hlusta.

Ef einhverjir hafa spurningar endilega sendið á mig, eða hafið samband við Kirkju Jesú Krist hinna Síðari daga heilögu, Ásabraut 2, Garðabæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð gaf engar leiðbeiningar... hann er ekki til, og Jesú var aldrei til.
Biblían er 100% manngerð, nígeríupóstur frá fornöld og þú fellur fyrir þessu öllu saman vegna lyga um eilíft líf, sorglegt

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Unifer

Takk fyrir athugasemdina DoctorE. Ég veit að Guð er til. Ég er þakklát fyrir friðþægingar fórn Frelsara míns Jesú Krists. Ég vil samt sem áður ekki setja út á það sem þú trúir eða trúir ekki og vil biðja þig að viðra mína trú eins og ég virði þína.

Unifer, 8.6.2009 kl. 16:33

3 identicon

Sko vina mín... ég hef enga trú, er algerlega trúfrjáls.
Ástæða þess að ég geri athugasemd er að ég vil hjálpa þér, þú ert í algerri flækju lyga og rugls.
Kaþólska kirkjan bjó Jesú til... þú verður að losa þig út úr þessu rugli... þá mun þér ´líka líða miklu betur

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Unifer

hahah, mér líður mjög vel, takk samt :)

Unifer, 9.6.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband