Komum öðrum til hjálpar, veitum gleðileg jól og gott nýtt ár!

Búin að vera svolítið að hugsa um allt sem er að gerast þessi jól, ekki bara hjá mér heldur bara á landinu og svona. Það verða líklega svolítið öðruvísi jól fyrir mjög marga þessi jól. Við fjölskyldan ætlum austur í sveit, börnin fá gjafir eins og venjulega en í stað þess að ég gefi öllum gjafir; ömmu, afa, mömmu, pabba og systikinunum og mágfólkinu, þá settum við öll nöfnin í pott og drógum eitt nafn. Sem sagt, við gefum börnunum sínar gjafir, eitthvað bara í hófi auðvitað, og svo eina gjöf til einhvers fullorðins. Þetta er samt ekkert hræðilegt, ég meina, við erum nú einusinni fullorðin, og ég er sátt. Þá á ég pening fyrir mat og leygu, ég hef ekkert svo gaman af stressinu í kringum það að versla fyrir jólin og hefði hvort eð er ekki vitað hvað ég ætti að biðja um í jólagjöf! Í staðin fyrir að snúast í kringum gjafir og stress, þá eru jólin í ár ekki öðruvísi, heldur alveg eins og þau eiga að vera. Þau snúast um fjölskylduna og Frelsarann Jesú Krist.
Ég geri mér samt fyllilega grein fyrir því að þetta verur ekki svona einfallt fyrir alla, og hef verið að tala við mömmu um ástandið í landinu og hún kom með þessa líka fínu hugmynd. Hvað ef allir þeir sem hafa tök á myndu fasta í tvær máltíðir og gefa andvirði þess til hjálparstarfa, í mat til þeirra sem ekki eiga mikið. Tvær máltíðir er ekki mikið, það deyja fáir af því að missa út tvær máltíðir en margt smátt gerir eitt stórt. Þetta gæti skapað jól fyrir svo marga, ef Íslendingar tækju höndum saman og gerða þetta littla þjónustuverk.
Sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (stundum þekkt sem mormóni) þá er fastað einusinni í mánuði í 24 tíma, og andvirði þess matar sem hefði verið neitt á þeim tíma er gefið í þjónustustarf kirkjunnar. Hér er smá grein um það sem gert er við peningana og hvað kirkjan gerði til að koma til móts við atvinnuleysi og skort hjá meðlimum hennar í kreppunni miklu árið 1930, og gerir enn í dag til að koma til móts við skort í heiminum.
http://www.acfnewsource.org/religion/mormon_welfare.html

Þetta blogg fann ég svo þar sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu skrifar um föstu og tilgang hennar. Rosalega merkilegt.
http://mormanity.blogspot.com/2005/12/mormon-fast-offering-program-and-early.html

Þó að Íslendingar fasti ekki sem heild af trúarlegum ástæðum þá mætti ef til vill gera það til að hjálpa þeim sem minna eiga. Allir geta gert eitthvað!!
Ég vil hvetja fjölskyldur og einstaklinga um allt land til að fasta tvær máltíðir og gefa andvirði þess til stofnana eins og Rauða Krossins, Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands.
Þó að það megi virðast lítið framtak þá ber ég þess vitni að það hjálpar, það virkar og getur blessað líf annarra, hvort heldur er fyrir eða eftir jól!

(Kirkja Jesú Krists er stundum þekkt sem mormónstrú, mormónar, mormóni, mormón) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband