Færsluflokkur: Trúmál

Hvað er eiginlega að þessum Mormónum?!?

Til að byrja með vil ég taka það fram að ég er mormóni. Ef þú vilt ekki lesa eitthvað jákvætt um mormóna þá mæli ég með að þú leitir eitthvað annað. En ef þú vilt hinsvegar forðast fordóma og heyra báðar hliðar málsins þá mæli ég með að þú lesið þetta blogg. Ég vil jafnframt biðja þig að lesa þetta með það í huga að ég er venjulegur einstaklingur þrátt fyrir það að vera trúuð.

 Ég hef verið að hugsa um það hvernig það að tilheyra Kirkju Jesú Krist hinna Síðari Daga Heilögu (mormónakirkjunni) hefur haft áhrif á félagslíf mitt. Ég var í sama Grunnskóla öll tíu árin, mér var mun oftar strítt yfir málfræðinni minni en trúnni minni á þeim tíma. Ég var öll fjögur árin í sama menntasólanum og var eiginlega ekkert strítt þar... jú auðvita voru einstaka erfiðar reynslur þar sem ég fékk að heyra hluti eins og "það verða allir að drekka í þessu partýi, þannig að þú mátt koma, en þú verður þá að drekka.... eða vera úti á svölum allt kvöld" bara svona eins og gengur og gerist þegar maður er unglingur og allir verða að vera svo töff. En ég átti yfirleitt mjög góða vini sem settu hvorki út á mig nér trú mína. 

Svo er ég orðin "fullorðin" og les íslensk blogg sem eru yfirfull á mormónahatri.. frá fólki sem ekki einusinni skilur þessa trú! 

Ef þú ætlar að fá upplýsingar um Toyota bíl þá er örugglega sniðugast að skoða heimasíðu Toyota og að fara niður í umboð Toyota með spurningarnar þínar frekar en að fara í önnur umboð og á aðrar síður til að reyna að finna eitthvað þar. Þú finnur eflaust réttustu og bestu upplýsingarnar hjá þeim sem þú vilt vita meira um. Ef þær reynast svo vera rangar þá færðu eflaust að vita af því fyrr en seinna.

Ef þú vilt vita um mormóna þá mæli ég með að þú talið við virkan meðlim kirkjunnar, farir á heimasíðu kirkjunnar eða jafnvel, ef þú þorir, talir við trúboða kirkjunnar... þeir eru ekki hérna til að drepa fólk! þeir eru hérna til að kenna og svara spurningum. Ef þú svo finnur að þú hefur ekki áhuga lengur, þá er afskaplega einfalt að losna við þá, þú segir bara "herðu, ég hef ekki áhuga, þig megið fara og kenna öðrum núna og hætta að eiða tímanum ykkar í mig". Ekki erfitt!

Ég efast um að það fyrsta sem fólk hugsi þegar það sér mig sé "já vá hún hlítur að vera mormóni!" ég tek fullan þátt í samfélaginu, ég vel að drekka ekki og reykja ekki og mér lýður bara mjög vel með það. Ég stunda ekki kynlíf fyrir hjónaband, það eru svosem algjörlega persónulegar upplýsingar og fullt af fólki sem stundar ekki kynlíf af mysmunandi ástæðum sem oft hafa ekkert með Guð eða trú að gera! Ég er bara venjuleg mannsekja, ekki talandi niðrandi um samkynhneigða eða predikandi um heimsendi og æpandi á syndgara heimsins! ég er venjuleg mannsekja, trúin er stór hluti af lífinu mínu og ég tala um hana eins og hver annar maður mundi tala um sitt hobbý eða það sem þau hafa áhuga á við sína vini. Ég bíð fólki í kirkju eins og hver annar mundi bjóða vinum sínum og félögum á fótboltaleikinn sinn eða tónleikana hjá hljómsveitinni sinni eða kór eða bara hvað sem er! Ég held bara að heimurinn sé búinn að gera svo lítið úr Guði að það er ekki mannsæmandi að lifa trúuðu lífi lengur, furðulegt að stunda ekki kynlíf, drekka ekki eða reykja vegna trúarlegra ástæðna, ekki leyfilegt að tala um trúmál án þess að þræta og algjörlega bannað að bjóða fólki í kirkju nema maður vilji vera stimplaður sem klikkhaus og ofsatrúarmannsekja!

Fyrir þá sem vilja vita sannleikann um Kirkju Jesú Krists hinna Síðari Daga Heilögu  (mormónakirkjuna) þá bendi ég á www.mormonar.is  eða fyrir þá sem lesa og skilja ensku vel þá er www.mormon.org mjög fín síða þar sem þú getur chattað við meðlim kirkjunnar og spurt spurninga án nokkurra skuldbindinga (eins og bara svona venjulega ef þú ert að tala við meðlim kirkunnar eða trúboða hennar). 

njóttu vel.

Kirkja Jesú Krists er stundum þekkt sem mormónstrú, mormónar, mormóni, mormón.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband