27.5.2009 | 10:47
Sumar sumar sumar sumar!!!!!
það var yndiselgt að vakna í morgun með sólina á andlitinu. Maður er einhvernveginn í svo miklu betra skapi þegar maður vaknar eftir 8 tíma svefn með sól og blíðu úti og nægan tíma til að taka sig til í vinnuna. Það er komið svo mikið sumar í mann og ég er farin að hlakka svo til að fara út í Júlí! Venjulega er ég spennt yfir Festinord, sem er svona vikulöng dagskrá fyrir ógifta 18-30 ára meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og vini þeirra. Ég held að það séu mun færri að fara en venjulega frá Íslandi vegna þess að fólk vill passa uppá vinnuna sína og þetta er dýrara en það hefur verið áður. En ég er búin að skrá mig... ætli ég fari ekki bara, það er venjulega rosalega gaman. En það sem ég er mest spennt yfir er að fara í Musterð.
Ég flutti ræðu á sunnudaginn síðasta um musterið og mikilvægi musterisverka og varð svo spennt að fara, bara við það að vera að lesa svona mikið um það og tala síðan um það. Síðan þá hef ég verið að tala um musterisferðina við alla sem gætu mögulega farið, og það lítur út fyrir að það fari bara nokkuð stór hópur í musterið í Júlí. Skemmir ekki að Binni bróðir er að gifta sig þarna úti á sama tíma.
jamm, lífið er gott :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)