Musteri, hús Guðs.

Eins og á tímum Biblínunnar þá eru til musteri í dag.
Ég elska musterin, ég elska að koma hús Guðs og hlakka svo til að fara í musterið í Danmörku í sumar! frændi minn og nokkrir vinir eru að fara í musterið í fyrsta skipti í sumar og bróðir minn er að giftast unnustu sinni í musterinu.

Biblían og Mormónsbók

Ég er svo þakklát fyrir þá leiðsögn sem Guð gefur, fyrir ritningarnar.

Var að lesa 1.korintubréf 15kapitula í Nýja Testamenntinu og síðan 2.Nefí 2kapitula í Mormónsbók. Rosalega fallegir kaflar um dauða og upprisu og hversu mikið við þörfnumst Frelsarans. Það er fyrir dauða Krists sem við rísum upp og getum fengið fyrirgefningu synda okkar, en við verðum líka að fylgja kristi... eins og stendur í Jakobsbréfi 2:17-18

Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin. En nú segir einhver : "Einn hefur trú, annar verk." sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.

Það er ekki nóg að segjast vera trúaður, fara svo í kirkju á páskum og jólum, og gera ekkert sem bendir til þess að þú fylgir Kristi þess á milli. Ef að Kristur dó fyrir þig, hvernig væri þá að þú lifðir fyrir Krist.

1. Korintubréf 15:33-34; 56-58

33. Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum. 34. Vaknið til fulls og hættið að syndga. Sum ykkar þekkja ekki Guð. Það segi ég ykkur til blygðunar.

56. En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. 57. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesú Krist! 58. Þess vegna, mín elskuðu systkin, verið staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins. Þið vitið að Drottinn lætur erfiði ykkar ekki verða til ónýtis.

og þá spyrja sig örugglega einhverjir hvernig er ætlast til þess að ég hætti ég að syndga? hvernig get ég þekkt Guð? hvernig get ég verið síauður/ur í verki Drottins?

það færi örugglega heil ritgerð í að svara bara þessum þremur spurningum, hvað þá um spurningar sem koma svo í framhaldið... þess vegna eru til trúboðar... til þess að svara spurningum og kenna fólki sem vill hlusta. þeir eru ekki hér til að þræta, rífast, þröngva trú uppá aðra, heldur bara eins og kristur og lærisveinar hans, eru þeir hér til þess að kenna og svara og leiðbeina þeim sem tilbúnir eru að hlusta.

Ef einhverjir hafa spurningar endilega sendið á mig, eða hafið samband við Kirkju Jesú Krist hinna Síðari daga heilögu, Ásabraut 2, Garðabæ.

 


Sumar sumar sumar sumar!!!!!

það var yndiselgt að vakna í morgun með sólina á andlitinu. Maður er einhvernveginn í svo miklu betra skapi þegar maður vaknar eftir 8 tíma svefn með sól og blíðu úti og nægan tíma til að taka sig til í vinnuna. Það er komið svo mikið sumar í mann og ég er farin að hlakka svo til að fara út í Júlí! Venjulega er ég spennt yfir Festinord, sem er svona vikulöng dagskrá fyrir ógifta 18-30 ára meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og vini þeirra. Ég held að það séu mun færri að fara en venjulega frá Íslandi vegna þess að fólk vill passa uppá vinnuna sína og þetta er dýrara en það hefur verið áður. En ég er búin að skrá mig... ætli ég fari ekki bara, það er venjulega rosalega gaman. En það sem ég er mest spennt yfir er að fara í Musterð.

Ég flutti ræðu á sunnudaginn síðasta um musterið og mikilvægi musterisverka og varð svo spennt að fara, bara við það að vera að lesa svona mikið um það og tala síðan um það. Síðan þá hef ég verið að tala um musterisferðina við alla sem gætu mögulega farið, og það lítur út fyrir að það fari bara nokkuð stór hópur í musterið í Júlí. Skemmir ekki að Binni bróðir er að gifta sig þarna úti á sama tíma.

jamm, lífið er gott :D


Hver sá sem treystir Guði....

jamms, ég er búin að vera að stressast svolítið undanfarið, kreppan svolítið farin að ná í skottið á mér og það er ekki þæginlegt. Ég komst á þann punkt síðasta sunnudagsmorgun að ég var alveg að missa mig, langaði að grenja út af þessu öllu saman og sérstaklega slæmu fréttunum sem ég fékk á laugardagskvöldið. Þær náðu ekki að koma sér þægilega fyrir í kollinum á mér fyrr en ég vaknaði til að fá mér vatnsglas snemma á sunnudagsmorgun, og í staðin fyrir að sofna aftur værum svefni á frídeginum mínum þá lá ég andvaka uppí rúmmi með áhyggjur fljótandi um í höfðinu mínu.

Þegar ég var við það að fara að gráta kraup ég í bæn, ég bað Guð að hjálpa mér og bað á sama tíma einlæglega að hans vilji mundi verða og að ég mundi hafa styrkinn til að ganga í gegnum hvað sem koma skal, og meðan ég bað þá fann ég áhyggjurnar bara leka í burtu. Stundum gleymi ég að treysta Guði, það er svo auðvelt að gleyma því að maður er ekki einn, að ég á himneskan föður sem elskar mig og er tilbúinn að hjálpa mér og leiðbeina. Ég bað um leiðsögn og treysti því fullkomlega að ég mundi (og muni áfram) fá þá leiðsögn sem ég þarfnast. 

Ég fór svo í kirkju, ég veit ekki hvar ég væri ef ég færi ekki í kirkju á Sunnudögum, örugglega með allavega 10-15 fleirri grá hár á hausnum en ég er með núþegar og stóra bauga undir augunum af svefnleysi sem orsakast út af áhyggjum, í minnsta lagi. Í kirkju hélt ég áfram að finna fyrir þessari rólegu tilfinningu, að allt verður í lagi, að Guð veit hvað ég er að fara í gegnum og að hann gerir ekki grín að tilfinningum mínum og skilur mig ekki eftir eina á erfiðum tímum.

Á Líknarfélagsfundinum fékk ég svo bænarsvar, lexían var um "Raunir, Mótlæti og Þrengingar". Eins og þetta hafi verið planað fyrir mig. Sylvía kenndi, og deildi sögum og ritningaversum sem töluðu svo skírt til mín. Ég veit að ef ég treysti Guði, og lifi samkvæmt boðum hans, þá þarf ég ekkert að óttast, hann mun ekki endilega taka frá mér byrgðina, það væri mér ef til vill ekki fyrir bestu, en hann mun styrkja bak mitt svo að byrgðin verði léttari.

Ég er þakklát fyrir þann vitnisburð sem ég hef um Guð Föðurinn og son hans Jesú Krist, Frelsara minn og lausnara, ég er þakklát fyrir heilagan anda, huggarann. Ég er svo þakklát fyrir prestdæmið og þær blessanir sem það veitir í lífi mínu og fyrir lifandi spámann og postula, sem leiða kirkju Guðs hér á jörðu í dag og halda áfram að fá opinberanir á okkar tímum. Ég er þakklát fyrir bænina, að ég get átt perónuleg samskipti við Guð og að hann heyrir og svarar bænum. Ég er þakklát fyrir fordæmi Frelsarans og þjónustu hans, og þau tækifæri sem ég fæ til að þjóna öðrum, það er í þjónustu við aðra sem ég finn fyrir auknu þakklæti, elsku og gleymi mínum eigin vandamálum. Ég er þakklát fyrir ritningarnar og þá leiðsögn sem ég fæ úr þeim. 

Ég er með eftirfarandi skrifað á miða sem ég er með a áberandi stað, vegna þess að ég þarf á áminningum að halda: "He that handeleth a matter wisely, shall find good. And whoso trusteth in the Lord, happy is he."

Ég er hamingjusöm, jafnvel þegar er erfitt, ef ég treysti Guði þá get ég þrátt fyrir allt fundið fyrir sannri hamingju, sem peningar geta ekki keypt.... :)


Hvað er eiginlega að þessum Mormónum?!?

Til að byrja með vil ég taka það fram að ég er mormóni. Ef þú vilt ekki lesa eitthvað jákvætt um mormóna þá mæli ég með að þú leitir eitthvað annað. En ef þú vilt hinsvegar forðast fordóma og heyra báðar hliðar málsins þá mæli ég með að þú lesið þetta blogg. Ég vil jafnframt biðja þig að lesa þetta með það í huga að ég er venjulegur einstaklingur þrátt fyrir það að vera trúuð.

 Ég hef verið að hugsa um það hvernig það að tilheyra Kirkju Jesú Krist hinna Síðari Daga Heilögu (mormónakirkjunni) hefur haft áhrif á félagslíf mitt. Ég var í sama Grunnskóla öll tíu árin, mér var mun oftar strítt yfir málfræðinni minni en trúnni minni á þeim tíma. Ég var öll fjögur árin í sama menntasólanum og var eiginlega ekkert strítt þar... jú auðvita voru einstaka erfiðar reynslur þar sem ég fékk að heyra hluti eins og "það verða allir að drekka í þessu partýi, þannig að þú mátt koma, en þú verður þá að drekka.... eða vera úti á svölum allt kvöld" bara svona eins og gengur og gerist þegar maður er unglingur og allir verða að vera svo töff. En ég átti yfirleitt mjög góða vini sem settu hvorki út á mig nér trú mína. 

Svo er ég orðin "fullorðin" og les íslensk blogg sem eru yfirfull á mormónahatri.. frá fólki sem ekki einusinni skilur þessa trú! 

Ef þú ætlar að fá upplýsingar um Toyota bíl þá er örugglega sniðugast að skoða heimasíðu Toyota og að fara niður í umboð Toyota með spurningarnar þínar frekar en að fara í önnur umboð og á aðrar síður til að reyna að finna eitthvað þar. Þú finnur eflaust réttustu og bestu upplýsingarnar hjá þeim sem þú vilt vita meira um. Ef þær reynast svo vera rangar þá færðu eflaust að vita af því fyrr en seinna.

Ef þú vilt vita um mormóna þá mæli ég með að þú talið við virkan meðlim kirkjunnar, farir á heimasíðu kirkjunnar eða jafnvel, ef þú þorir, talir við trúboða kirkjunnar... þeir eru ekki hérna til að drepa fólk! þeir eru hérna til að kenna og svara spurningum. Ef þú svo finnur að þú hefur ekki áhuga lengur, þá er afskaplega einfalt að losna við þá, þú segir bara "herðu, ég hef ekki áhuga, þig megið fara og kenna öðrum núna og hætta að eiða tímanum ykkar í mig". Ekki erfitt!

Ég efast um að það fyrsta sem fólk hugsi þegar það sér mig sé "já vá hún hlítur að vera mormóni!" ég tek fullan þátt í samfélaginu, ég vel að drekka ekki og reykja ekki og mér lýður bara mjög vel með það. Ég stunda ekki kynlíf fyrir hjónaband, það eru svosem algjörlega persónulegar upplýsingar og fullt af fólki sem stundar ekki kynlíf af mysmunandi ástæðum sem oft hafa ekkert með Guð eða trú að gera! Ég er bara venjuleg mannsekja, ekki talandi niðrandi um samkynhneigða eða predikandi um heimsendi og æpandi á syndgara heimsins! ég er venjuleg mannsekja, trúin er stór hluti af lífinu mínu og ég tala um hana eins og hver annar maður mundi tala um sitt hobbý eða það sem þau hafa áhuga á við sína vini. Ég bíð fólki í kirkju eins og hver annar mundi bjóða vinum sínum og félögum á fótboltaleikinn sinn eða tónleikana hjá hljómsveitinni sinni eða kór eða bara hvað sem er! Ég held bara að heimurinn sé búinn að gera svo lítið úr Guði að það er ekki mannsæmandi að lifa trúuðu lífi lengur, furðulegt að stunda ekki kynlíf, drekka ekki eða reykja vegna trúarlegra ástæðna, ekki leyfilegt að tala um trúmál án þess að þræta og algjörlega bannað að bjóða fólki í kirkju nema maður vilji vera stimplaður sem klikkhaus og ofsatrúarmannsekja!

Fyrir þá sem vilja vita sannleikann um Kirkju Jesú Krists hinna Síðari Daga Heilögu  (mormónakirkjuna) þá bendi ég á www.mormonar.is  eða fyrir þá sem lesa og skilja ensku vel þá er www.mormon.org mjög fín síða þar sem þú getur chattað við meðlim kirkjunnar og spurt spurninga án nokkurra skuldbindinga (eins og bara svona venjulega ef þú ert að tala við meðlim kirkunnar eða trúboða hennar). 

njóttu vel.

Kirkja Jesú Krists er stundum þekkt sem mormónstrú, mormónar, mormóni, mormón.


Komum öðrum til hjálpar, veitum gleðileg jól og gott nýtt ár!

Búin að vera svolítið að hugsa um allt sem er að gerast þessi jól, ekki bara hjá mér heldur bara á landinu og svona. Það verða líklega svolítið öðruvísi jól fyrir mjög marga þessi jól. Við fjölskyldan ætlum austur í sveit, börnin fá gjafir eins og venjulega en í stað þess að ég gefi öllum gjafir; ömmu, afa, mömmu, pabba og systikinunum og mágfólkinu, þá settum við öll nöfnin í pott og drógum eitt nafn. Sem sagt, við gefum börnunum sínar gjafir, eitthvað bara í hófi auðvitað, og svo eina gjöf til einhvers fullorðins. Þetta er samt ekkert hræðilegt, ég meina, við erum nú einusinni fullorðin, og ég er sátt. Þá á ég pening fyrir mat og leygu, ég hef ekkert svo gaman af stressinu í kringum það að versla fyrir jólin og hefði hvort eð er ekki vitað hvað ég ætti að biðja um í jólagjöf! Í staðin fyrir að snúast í kringum gjafir og stress, þá eru jólin í ár ekki öðruvísi, heldur alveg eins og þau eiga að vera. Þau snúast um fjölskylduna og Frelsarann Jesú Krist.
Ég geri mér samt fyllilega grein fyrir því að þetta verur ekki svona einfallt fyrir alla, og hef verið að tala við mömmu um ástandið í landinu og hún kom með þessa líka fínu hugmynd. Hvað ef allir þeir sem hafa tök á myndu fasta í tvær máltíðir og gefa andvirði þess til hjálparstarfa, í mat til þeirra sem ekki eiga mikið. Tvær máltíðir er ekki mikið, það deyja fáir af því að missa út tvær máltíðir en margt smátt gerir eitt stórt. Þetta gæti skapað jól fyrir svo marga, ef Íslendingar tækju höndum saman og gerða þetta littla þjónustuverk.
Sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (stundum þekkt sem mormóni) þá er fastað einusinni í mánuði í 24 tíma, og andvirði þess matar sem hefði verið neitt á þeim tíma er gefið í þjónustustarf kirkjunnar. Hér er smá grein um það sem gert er við peningana og hvað kirkjan gerði til að koma til móts við atvinnuleysi og skort hjá meðlimum hennar í kreppunni miklu árið 1930, og gerir enn í dag til að koma til móts við skort í heiminum.
http://www.acfnewsource.org/religion/mormon_welfare.html

Þetta blogg fann ég svo þar sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu skrifar um föstu og tilgang hennar. Rosalega merkilegt.
http://mormanity.blogspot.com/2005/12/mormon-fast-offering-program-and-early.html

Þó að Íslendingar fasti ekki sem heild af trúarlegum ástæðum þá mætti ef til vill gera það til að hjálpa þeim sem minna eiga. Allir geta gert eitthvað!!
Ég vil hvetja fjölskyldur og einstaklinga um allt land til að fasta tvær máltíðir og gefa andvirði þess til stofnana eins og Rauða Krossins, Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands.
Þó að það megi virðast lítið framtak þá ber ég þess vitni að það hjálpar, það virkar og getur blessað líf annarra, hvort heldur er fyrir eða eftir jól!

(Kirkja Jesú Krists er stundum þekkt sem mormónstrú, mormónar, mormóni, mormón) 


Já, ég er mormóni, eða réttara sagt...

Ég tilheiri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Ég hef tekið eftir að það er fullt um að fólk misskilji kirkjuna og hvað við trúum á svo ég vildi bara bæta við mitt persónulega blogg þessu bloggi um það sem ég trúi á og svona.
Þetta er nokkur grunnatriði yfir það sem meðlimir Kirkju Jesú Krists trúa....


1. Vér trúum á Guð, hinn eilífa föður, og á son hans, Jesú Krist, og á heilagan anda.
2. Vér trúum, að mönnum verði refsað fyrir eigin syndir, en ekki fyrir brot Adams.
3. Vér trúum, að fyrir friðþægingu Krists geti allir menn orðið hólpnir með hlýðni við lögmál og helgiathafnir fagnaðarerindisins.
4.Vér trúum, að frumreglur og helgiathafnir fagnaðarerindisins séu: Í fyrsta lagi trú á Drottin Jesú Krist; í öðru lagi iðrun; í þriðja lagi skírn með niðurdýfingu til fyrirgefningar synda; í fjórða lagi handayfirlagning til veitingar á gjöf heilags anda.
5. Vér trúum, að maður verði að vera kallaður af Guði með spádómi og með handayfirlagningu þeirra sem vald hafa, til að prédika fagnaðarerindið og framkvæma helgiathafnir þess.
6. Vér höfum trú á sama skipulagi og var í frumkirkjunni, þ.e. postulum, spámönnum, hirðum, fræðurum, guðspjallamönnum og svo framvegis.
7. Vér höfum trú á gjöf til að tala tungum, gjöf spádóma, opinberana, sýna, lækninga, túlkunar tungna og svo framvegis.
8. Vér trúum, að Biblían sé orð Guðs, að svo miklu leyti sem hún er rétt þýdd. Vér trúum einnig, að Mormónsbók sé orð Guðs.
9. Vér trúum öllu, sem Guð hefur opinberað, öllu, sem hann nú opinberar, og vér trúum að hann muni enn opinbera margt stórfenglegt og mikilvægt varðandi Guðs ríki.
10. Vér höfum trú á hinni raunverulegu samansöfnun Ísraels og endurreisn hinna tíu kynkvísla; að Síon (Nýja Jerúsalem) verði reist á meginlandi Ameríku, að Kristur muni sjálfur ríkja hér á jörðu og að jörðin verði endurnýjuð og hljóti paradísardýrð sína.
11. Vér krefjumst þeirra réttinda að fá að tilbiðja almáttugan Guð, eftir því sem eigin samviska býður, og viðurkennum sömu réttindi til handa öllum mönnum. Lofum þeim að tilbiðja, hvernig, hvar eða hvað, sem þeim þóknast.
12. Vér höfum trú á að lúta konungum, forsetum, stjórnendum og yfirvöldum með því að hlýða lögunum, virða þau og styðja.
13. Vér trúum, að vér eigum að vera heiðvirð, sönn, skírlíf, góðgjörn, dyggðug og gjöra öllum mönnum gott. Vér getum í sannleika sagt, að vér förum eftir áminningu Páls: Vér trúum öllu, vér vonum allt, vér höfum staðist margt og vér vonumst til þess að geta staðist allt. Sé eitthvað dyggðugt, fagurt, háleitt eða lofsvert, þá sækjumst vér eftir því.

Einhverjar spurningar?

það er líka hægt að skoða síður kirkjunnar

www.mormonar.is

www.lds.org

og fyrir þá sem vilja góðar uppl. sem ekki koma beint frá kirkjunni

http://is.wikipedia.org/wiki/Morm%C3%B3natr%C3%BA

 

(Kirkja Jesú Krists er stundum þekkt sem mormónstrú, mormónar, mormóni, mormón) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband